Við höfum boðið upp á hestaferðir síðan árið 2000 með persónulegri og vandaðri þjónustu sem tryggir hágæða upplifun.
Sveitaheimsókn
Komdu í skemmtilega sveitaheimsókn með fjölskyldunni!
Gestahúsin
Við bjóðum upp á gistingu í þremur gestahúsum. Þar getur þú slappað af allan ársins hring og notið sveitasælunnar. Hér er hægt að fara í stuttar hestaferðir og skoðað torfhúsin okkar. Hundar eru velkomnir!
Torfhesthúsið
Innblásið af sögu bæjarins létum við hlaða gamla hesthúsið, skemmu og rétt á hefðbundinn hátt úr torfi. Húsin eru meistaraverk íslensks handverks. Sýning í torfhúsinu segir söguna um hvernig hrossum var haldið í fortíðinni og hvernig saga fólks og hrossa á Íslandi er tengd saman.
Um okkur
Fjölskyldan á Lýtingsstöðum er einkennd af gestrisni og ástríðu fyrir sveitalífinu og íslenskan menningararf: íslenska hestinn, íslenska fjárhundinn og íslensk torfhús. Við elskum að taka á móti gestum, spjalla, miðla og aðstoða við að upplifa fallegu sveitina okkar.