Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir með leiðsögn í fallegu umhverfi.
Farið er einungis með litla hópa. Við erum með frábæra hesta sem henta vönum og óvönum knöpum.
Lágmarksaldur er 6 ára. Hægt er að teyma undir yngri börn heima á bænum.
Nauðsynlegt er að bóka tíma
Brottfarartímar (Júní - September)
9:30
13:00
16:00
Aðrir tímar eru mögulegir ef haft er samband.
Við bjóðum upp á skagfirskt hestaævintýri á búgarðinum okkar (Apríl - Október).
Komdu með okkur í tveggja tíma reiðtúr og framlengdu dvölina þína með því að gista í eitt af gestahúsunum okkar.
Kjörið tækifæri til að slaka á og njóta skagfirsku sveitarstemningunar!
Hentar vönum og óvönum knöpum, lágmarksaldur er 6 ára.
Verð fyrir 2 manns: ISK 38.000
Langar þig í sveitadvöl með daglegar hestaferðir í fallegu umhverfi?
Þú getur leigt eitt af gestahúsum okkar fyrir þig og þína fjölskyldu eða vini.
Á tímabilinu júní-ágúst bjóðum við upp á ákveðið prógram með vel völdum hestaferðum (2-5 tímar) fyrri part dags þannig að hægt er að njóta seinni part dags til að slappa af, fara í sund eða göngutúra, rúnta um fallega Skagafjörðinn okkar eða njóta þeim fjölbreyttu afþreyingarmöguleikum sem svæðið bíður upp á.
Mánudagur
2 klst. reiðtúr kl 16:00
Þriðjudagur
3,5 klst. reiðtúr kl 9:30
Miðvikudagur
3 klst. reiðtúr kl 9:30
Fimmtudagur
5 klst. reiðtúr kl 9:30
Föstudagur
3 klst. reiðtúr kl 9:30
Laugardagur
4 klst. reiðtúr kl 9:30