Sveinn Guðmundsson er fæddur og uppalinn á Lýtingsstöðum. Hann hefur ræktað hross og sauðfjár í langan tíma. Sveinn sér um að rækta og fóðra og stjórnar búskapnum. Hann hefur meira en 30 ára reynslu í hestaferðum
Evelyn Ýr er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur átt heima á Lýtingsstöðum síðan 1995. Hún er með M.A. í menningarfræði, elskar hesta og útreiðar og er ástríðufullur gestgjafi. Hún hefur margra ára reynslu af ferðaþjónusturekstri og er menntaður leiðsögumaður sem og stundakennari í Háskólanum á Hólum. Evelyn sér um markaðssetningu, sölu og skipulagningu ferðaþjónustunnar.
Júlíus Guðni er fæddur 2003 og alinn upp á Lýtingsstöðum. Hann hefur umsjón með tæknilegu atriðunum (hljóðleiðsögn) og hannaði vefsíðuna. Júlíus elskar dýr og talar reiprennandi íslensku, þýsku og ensku.
Það er alltaf þörf á hjálparhöndum, sérstaklega yfir sumartímann og ungt fólk víða að er ráðið til að aðstoða með hrossin og gestina.
Lýtingsstaðir er hrossaræktarbú, staðsett í Skagafirði á Norðurlandi, sem einnig er kallaður „vagga íslenska hestsins“. Bærinn liggur við veg 752, nálægt hinum áberandi Mælifellshnjúki. Bærinn á sér áhugaverða sögu sem nær aftur til landnámsaldar. Bærinn okkar hefur verið opinn ferðamönnum síðan árið 2000.
Við eigum um það bil 100 hross og kindur á bænum.
Kötturinn okkar, hún Putzi er drottning hússins og Íslensku fjárhundarnir tveir Reykjavalla Íslands Sómi og Huldudals Hraundís hjálpa til við alla vinnu í kringum hestana og kindurnar og taka á móti gestum.